Alþjóðlegar hættumerkingar

Hvernig má það vera að ár eftir ár fjúka farartæki útaf á sömu stöðunum án þess að Vegagerðin geri það sem henni ber, þ.e. að merkja þessar hættulegu leiðir með
stafrænum blikkandi skiltum sem standast alþjóðlegar kröfur. Ætlast menn til þess að útlendingar geti sett sig inn í þessar óvenjulegu aðstæður hérlendis án þess að sterkar og áberandi ábendingar komi frá okkur sem hér búum. Við borgum stóran hluta af eldsneytisverði og bifreiðasköttum til uppbyggingar og viðhalds vegakerfisins, hvers vegna í ósköpunum eru öryggismál vegfarenda ekki höfð í forgangi? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að verja sinnuleysi stofnana sinna ef og þegar 50 manna rúta fíkur útaf með tilheyrandi afleiðingum og hvað kostar það samanborið við almennilegar skiljanlegar merkingar?
mbl.is Festust í húsbíl sem fauk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti einnig vekja athygli erlendra ferðamanna að fylgjast vel með veðurspá meðan ferðast er hérlendis..

David (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:15

2 identicon

Afskaplega kjánaleg hugmynd að ætla að eyðileggja náttúru Íslands með blikkandi skiltum.  Ferðamenn eiga bara að passa sig sjálfir og slys gerast alltaf reglulega hvort sem skilti eru um allt eða ekki.

kveðja

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:24

3 identicon

Að sjálfsögðu þarf að vinna í þessu frá öllum hliðum, ég var til dæmis að koma með Norrænu í byrjun júní en þar um borð sá ég ekkert um Ísland nema auglýsingabæklinga um gistingu, afþreyingu oþh. ekki staf um hvernig á að bera sig að við akstur hérlendis eða hvað ber sérstaklega að varast.

Þór Magnússon (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:25

4 identicon

Jón, heldur þú að þú værir að hugsa um yndislega náttúru Íslands og hvað lítið sé búið að spilla henni, liggjandi fastur í bílnum þínum á hvolfi eftir algerlega óvænta vindhviðu uppá 40metra sek. Mikið óskaplega held ég að þér hefði þótt gott að fá aðvörun um hvers væri von. Og hvernig eiga ferðamenn að passa sig sjálfir við slíkar aðstæður sem þeir hafa aldrei upplifað, ef þeir fá engar ábendingar frá okkur sjálfumglöðu náttúruunnendum?

Þór Magnússon (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband