Að bera ábyrgð á hópnum

Það er búið að fjalla mikið um veðrið og veðurspár í þessum jöklaferðum en eitt finnst mér vanta í umræðuna en það er hvernig á að tryggja að ekki týnist einhver úr hópnum. Ég lenti einu sinni í aftakaveðri á björgunarsveitaæfingu upp á miðjum Langjökli í 1200 metra hæð, skyggni var nánast ekkert þar sem við vorum 6 saman að ganga undan vindi niður að vestanverðu. Eina leiðin til að halda hópin var að fremsti og síðasti voru í stöðugum samskiptum með talstöðvum þó ekki væru nema 5-6 metrar á milli þeirra og hinir 4 í hnapp á milli. Það er óafsakanlegt að vera ekki með mjög vana leiðsögumenn fremst og aftast sem eru í góðum fjarskiptum og passa upp á hópinn. Þetta á ekki bara við í slæmu veðri heldur alltaf þegar hópar eru á ferð um varhugaverð svæði og sumir jafnvel algerlega óvanir aðstæðum. En auk þessa ættu þessar leigur að sjá sóma sinn í að láta hvern og einn hafa talstöð og kenna þeim á hana til að nota í neyð. Í dag er hægt að fá góðar en ódýrar stöðvar sem duga ágætlega á styttri vegalengdum.
En aðalmálið hlýtur að vera að halda hópinn, ALLTAF.

mbl.is „Við sáum þarna þúst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband