8.1.2010 | 08:58
United Kingdom og sviðin jörð
Roy Hattersley fjallar um "Hina þrjósku Íslendinga" í grein sinni og minnist samskipta sinna við afkomendur víkinga og þjófa, sem voru að verja tilveru rétt sinn, fiskveiðarnar. Eigum við að fara að rifja upp sögu Breta og nýlendustefnu þeirra, til þess þarf heilan bókaflokk. En ef við förum í huganum eftir landakortinu um Afríku, Asíu og Ástralíu sjáum við sviðna jörð eftir Breska heimsveldið sem var einna afkastamest ásamt Frökkum, Spánverjum, Hollendingum og öðrum nýlenduræningjum. En svo kom að því að ein þrjósk smáþjóð á kletti norður í hafi stóð sameinuð á rétti sínum og heimsveldið varð að láta undan síga.
Er nema von að þeim svíði örlítið?
Er nema von að þeim svíði örlítið?
Hinir þrjósku Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það má ekki gleyma opíumstríðinu í Kína, þar voru Englendingar mjög duglegir
Njáll Harðarson, 8.1.2010 kl. 09:26
Margir Englendingar eru ófærir um að hugsa á sanngjarnan hátt um annað fólk og kýs að láta stjórnina sjá um arðrán á öðrum og er sátt við að mata sig á sannleikanum. Svona eins og rúm 50% íslendinga voru fyrir hrun. Gott að finna sterka strauma í gagnstæða átt hjá þjóðinni þessa dagana. Vekur von.
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.1.2010 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.