Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Alþjóðlegar hættumerkingar

Hvernig má það vera að ár eftir ár fjúka farartæki útaf á sömu stöðunum án þess að Vegagerðin geri það sem henni ber, þ.e. að merkja þessar hættulegu leiðir með
stafrænum blikkandi skiltum sem standast alþjóðlegar kröfur. Ætlast menn til þess að útlendingar geti sett sig inn í þessar óvenjulegu aðstæður hérlendis án þess að sterkar og áberandi ábendingar komi frá okkur sem hér búum. Við borgum stóran hluta af eldsneytisverði og bifreiðasköttum til uppbyggingar og viðhalds vegakerfisins, hvers vegna í ósköpunum eru öryggismál vegfarenda ekki höfð í forgangi? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að verja sinnuleysi stofnana sinna ef og þegar 50 manna rúta fíkur útaf með tilheyrandi afleiðingum og hvað kostar það samanborið við almennilegar skiljanlegar merkingar?
mbl.is Festust í húsbíl sem fauk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknarnefnd götunnar

Þegar allt hrundi hér var lofað sanngjarnri rannsókn, hvar er hún??? Af hverju er allt togað og teygt? og hvar eru niðurstöðurnar? Jafvnvel Í USA voru þrjótarnir sóttir inn i fyrirtækin samdægurs og leiddir út í járnum, hér á Íslandi bjóða krimmarnir eftirlitsaðilana velkomna ef vel stendur á, skilja síðan eftir ruslið og skítinn og fá svo úthlutað á silfurfati á nýjum kennitölum. !!!
Og þeir sem hreinsa upp skítinn í bönkunum eru á a.m.k.SEXFÖLDUM LAUNUM ykkar, aumingjanna.
Ég var alltaf jafnhissa hér á árum áður þegar árlegar upplýsingar um spilltustu þjóðirnar birtust í fjölmiðlum. Ísland komst varla á listann, ástæðan var og er einföld:
Við erum HÁÞRÓAÐ SPILLINGARÍKI þar sem árum saman tókst og tekst enn að blekkja svíkja og pretta, hægri, vinstri, hvern sem var og er, þessu kerfi er nú viðhaldið af baneitruðum stjórnmálaflokkum þar sem eiginhagsmunapotarar fara fremstir í flokki.

Er ekki kominn tími fyrir "Rannsóknarnefnd götunnar"?


mbl.is Skýrslunni enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bera ábyrgð á hópnum

Það er búið að fjalla mikið um veðrið og veðurspár í þessum jöklaferðum en eitt finnst mér vanta í umræðuna en það er hvernig á að tryggja að ekki týnist einhver úr hópnum. Ég lenti einu sinni í aftakaveðri á björgunarsveitaæfingu upp á miðjum Langjökli í 1200 metra hæð, skyggni var nánast ekkert þar sem við vorum 6 saman að ganga undan vindi niður að vestanverðu. Eina leiðin til að halda hópin var að fremsti og síðasti voru í stöðugum samskiptum með talstöðvum þó ekki væru nema 5-6 metrar á milli þeirra og hinir 4 í hnapp á milli. Það er óafsakanlegt að vera ekki með mjög vana leiðsögumenn fremst og aftast sem eru í góðum fjarskiptum og passa upp á hópinn. Þetta á ekki bara við í slæmu veðri heldur alltaf þegar hópar eru á ferð um varhugaverð svæði og sumir jafnvel algerlega óvanir aðstæðum. En auk þessa ættu þessar leigur að sjá sóma sinn í að láta hvern og einn hafa talstöð og kenna þeim á hana til að nota í neyð. Í dag er hægt að fá góðar en ódýrar stöðvar sem duga ágætlega á styttri vegalengdum.
En aðalmálið hlýtur að vera að halda hópinn, ALLTAF.

mbl.is „Við sáum þarna þúst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

United Kingdom og sviðin jörð

Roy Hattersley fjallar um "Hina þrjósku Íslendinga" í grein sinni og minnist samskipta sinna við afkomendur víkinga og þjófa, sem voru að verja tilveru rétt sinn, fiskveiðarnar. Eigum við að fara að rifja upp sögu Breta og nýlendustefnu þeirra, til þess þarf heilan bókaflokk. En ef við förum í huganum eftir landakortinu um Afríku, Asíu og Ástralíu sjáum við sviðna jörð eftir Breska heimsveldið sem var einna afkastamest ásamt Frökkum, Spánverjum, Hollendingum og öðrum nýlenduræningjum. En svo kom að því að ein þrjósk smáþjóð á kletti norður í hafi stóð sameinuð á rétti sínum og heimsveldið varð að láta undan síga.
Er nema von að þeim svíði örlítið?
mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband